Ásta Logadóttir hélt erindi um ljósvist og áhrif hennar á heilsu, upplifun og vellíðan þegar innviðaráðherra lagði drög að nýjum kafla um ljósvist og útsýni í byggingarreglugerð í samráðsgátt stjórnvalda. Ásta hefur sýnt mikla seiglu í að hjálpa stjórnvöldum að stíga þetta mikilvæga og bjarta skref. Krækja á upptöku af kynningarfundi innviðaráðuneytisins um ljósvist og mikilvægi birtu í híbýlum fólks og nærumhverfinu. Erindi Ástu hefst á mínút 10´10. Hér má nálgast glærukynningu.
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu 9. október 2024. Samhliða fundinum voru birt drög í samráðsgátt stjórnvalda að nýjum kafla um ljósvist og útsýni í byggingarreglugerð.