Viltu búa með mér?

Sýning og samtal í Hafnarhúsinu, Hönnunarmars 24.-28. apríl 2024

Á Hönnunarmars 2024 bauð Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Þróunarsaga fjölbýlishúsa var dregin upp með völdum dæmum  í litríkum legó-módelum. Hægt var að glugga í nýjar og gamlar týpur; u-laga, i-laga, o-laga og velta upp spurningum um fjölbýli framtíðarinnar: Hvar er samveran? Er þetta stofan? Af hverju er  þakgarðar að stækka og inngarðar að minnka? Viljum við búa saman?

 

Mynd: Aldís Pálsdóttir
Mynd: Aldís Pálsdóttir
Mynd: Aldís Pálsdóttir

Fleiri viðburðir

Erindi Önnu Maríu Bogadóttur á húsnæðisfundi borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur 28. mars 2025

Erindi Önnu Maríu Bogadóttur á Skipulagsdeginum 17. október 2024

Erindi Ástu Logadóttur á kynningarfundi Innviðaráðuneytis í Safnahúsinu 9. október 2024